Tölvulæsi hrakar?
- haukur7
- Oct 15, 2020
- 1 min read
Ég las áhugaverða grein nýlega þar sem höfundur (Marc Scott) tók fyrir tölvulæsi almennings, hann skrifaði þetta út frá eigin reynslu gagnvart notendum (end users) og upplifun sinni í okkar nútíma þjóðfélagi.
Upplag greinarinnar er að við höfum breytt því hvernig ungt fólk upplifir og notar þessi nýjustu tæki, í stað þess að við fáum tölvu með svörtum skjá og kennslubók í forritun þá fáum við niðurnjörfaðann aðgang að réttu forritunum og leyfðum vefsíðum. Þetta er út af fyrir sig skiljanlegt, yfirleitt er nemandinn með verkefni sem hann vinnur á tölvunni, barnið á heimilinu má ekki fikta í heimilistölvunni, má ekki skoða hvað sem er á netinu. Við foreldrarnir viljum vita hvað er í gangi - kerfisstjórinn í fyrirtækinu / skólanum /...hvar sem er vill passa upp á að allt virki - fikt getur brotið virknina.
Og hvað er vandamálið?
Hmm, hvað ef eitthvað brotnar.. netið virkar ekki, forritin svara ekki skipunum, stýrikerfið frosið, tæki virka ekki... Notendurnir okkar hafa ekki fengið þjálfun í bilanagreiningu, ekki einu sinni grunnatriði eins og að lesa villuskilaboð og vinna út frá þeim, skoða hvort rafmagn sé á tækinu, hvort netsnúran sé í lagi eða tengd.

Í stuttu máli þá hefur þjóðfélagið alið upp notendur í þessu öllu - ekki brautryðjendur sem þurfa að redda sér og læra á tæknina bak við tæknina.
Greinin á coding2learn.org




Comments